Samtök
þekkingarsetra

Samtök þekkingarsetra eru samtök stofnana sem eiga það sameiginlegt að sinna þjónustu verkefnum í byggðum landsins á sviði rannsókna og háskólaþjónustu. Þær starfa í almannaþjónustu með samningsbundin skilgreind hlutverk í samstarfi við háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Samtökin stuðla að samvinnu slíkra þekkingarsetra í landsbyggðunum og gæta hagsmuna þeirra.

Austurbrú
Sjálfseignarstofnun sem vinnur þverfaglega að verkefnum tengdum atvinnulífi, menntun og menningu á Austurlandi.

Háskólafélag Suðurlands
Einkahlutafélag í eigu 14 sveitarfélaga á Suðurlandi sem vinnur að því að færa menntun, rannsóknir og nýsköpun nær Sunnlendingum.

Nýheimar
Samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna til að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á Suðausturlandi.

Textílmiðstöð Íslands
Miðstöðin hefur það meginmarkmið að vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rannsóknar- og þróunarstarfssemi í textílframleiðslu, -listum og handverki í textíl.

Þekkingarsetur Suðurnesja
Sjálfseignarstofnun sem vinnur að rannsóknum, þróun, háskólanámi, símenntun og samstarfi við aðrar menntastofnanir á Suðurnesjum.

Þekkingarnet Þingeyinga
Miðstöð háskólanámsþjónustu, rannsókna, nýsköpunar og símenntunar í Þingeyjarsýslum.
Gögn

Samþykktir
samtakanna